137. löggjafarþing — 40. fundur,  13. júlí 2009.

fjármálafyrirtæki.

150. mál
[15:40]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég kem upp fyrst og fremst til að taka undir með öðrum fulltrúum minni hlutans í viðskiptanefnd og lýsa því yfir að við munum að sjálfsögðu greiða þessu frumvarpi leið með því að samþykkja það hér. Það er þó mikilvægt að halda því til haga að við teljum að hægt hefði verið að halda mun betur á málum en gert hefur verið. En þetta er mál sem þarf að klára núna og því munum við ekki eyða miklum tíma í að ræða það nú en ég kem fyrst og fremst upp til að ítreka það sem áður hefur komið fram í ræðum okkar, að ný vinnubrögð sem svo mikið hefur verið rætt um á þessu þingi þurfa að líta dagsins ljós í verki en ekki bara orðum.