137. löggjafarþing — 42. fundur,  13. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:26]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að mér finnst afskaplega sérkennilegt að hlusta á hv. þm. Árna Þór Sigurðsson og hann verður að útskýra það fyrir fleirum en hv. þm. Pétri H. Blöndal hver sannfæring hans sé í þessu máli. Það er í rauninni held ég einsdæmi að þingmaður hafi sagt að hann ætlaði bara alls ekki að greiða atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu ef svo bæri undir. Það er það sem hv. þingmaður sagði.

Ég vil spyrja hv. þingmann. Ég ætla ekkert að reyna að fá út úr honum hvaða skoðun hv. þingmaður hefur og hver hans sannfæring sé. Það er búið að reyna það án árangurs. Hvort sem hv. þingmanni líkar það betur eða verr þá er hann að leggja til við þingið að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þannig er það. Ég vil spyrja hv. þingmann: Truflar það hann ekki neitt að við erum að sækja um aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og við erum í harðvítugum deilum, (Forseti hringir.) sem jafnvel sumir kalla stríð, við þetta sama Evrópusamband og forustuþjóðir þess í Icesave-málinu?