137. löggjafarþing — 42. fundur,  13. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:46]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við hv. þm. Pétur H. Blöndal eigum það sameiginlegt að bera mikla virðingu fyrir stjórnarskránni. Ég vil mótmæla þeirri skoðun sem hann setti hér fram, að það sé ekki hægt að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið að óbreyttri stjórnarskrá. Það er ekki minn skilningur og ég vil að það sé alveg skýrt. Ég þykist hins vegar vita og þykist ekkert vita, ég tel að það sé þannig og það er þannig eftir því sem ég les stjórnarskrána og hef fengið skýringu á henni, að áður en við göngum í Evrópusambandið og verðum þar fullir aðilar, þ.e. ef samningar takast þá þarf að breyta stjórnarskránni en ekki fyrr.