137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

vinnubrögð stjórnarmeirihlutans.

[14:02]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Mér finnst virðulegur forseti ætla að skauta ansi billega fram hjá því sem kom fram hjá hv. þm. Sigmundi (Gripið fram í: Davíð Gunnlaugssyni.) Davíð Gunnlaugssyni, já.

(Forseti (ÁRJ): Forseti vill minna hv. þingmann á að nefna hv. þingmenn á tilhlýðilegan hátt fullu nafni og með ávarpsorðum í þingsal.)

Mér finnst virðulegur forseti ætla að skauta ansi billega fram hjá þeim fyrirspurnum sem voru lagðar fram og óska eftir því að forseti geri grein fyrir afstöðu sinni í þessu máli. Við verðum ítrekað vitni að mjög annarlegum vinnubrögðum í þinginu af hálfu hæstv. ríkisstjórnar og nú af hálfu hv. þingmanna meirihlutaflokkanna, vinstri flokkanna, jafnaðarmannaflokkanna hér á þingi, í ummælum sínum um starfsmenn Seðlabankans. Mig langar að inna forseta eftir viðbrögðum við því hvernig hann hyggst beita sér í þessu máli.