137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:26]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Það er rétt að ég nefndi hér árið 2016 og ég vil þakka hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur fyrir aldeilis ágæt ummæli í minn garð. Þetta ártal byggi ég á hvað bjartsýnustu spár um aðlögun að Maastricht-skilyrðunum mundu gefa okkur. Þarna er litið fram hjá skuldabyrðinni og ef Evrópusambandið fer fram á að Maastricht-skilyrðunum verði fylgt strangt fram þannig að við þurfum að fara með ríkisskuldirnar niður fyrir 60% áður en við getum fengið aðild að evrópska myntsamstarfinu, þá er mun lengri tími sem líður þangað til við getum orðið aðilar. Þá get ég farið yfir í tímatilvitnun hjá hv. þm. Pétri Blöndal og farið að tala um 30, 40, 50 ár.