137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:16]
Horfa

menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður vísar þá í raun og veru í að ef Íslendingar flýti sér í aðildarviðræður kosti það minna. (REÁ: Nei, ekki lögð ... samningaviðræður.) Já, ég vil líta svo á að sú pólitíska ákvörðun hafi ekki verið tekin. Auðvitað er hagkvæmast til lengri tíma litið að vanda allt ferlið í kringum þetta hvort sem það snýr að samningsmarkmiðum eða öðru þannig að það er mín skoðun og mitt mat og önnur ákvörðun veit ég ekki til að hafi verið tekin.