137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:56]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur þessar ábendingar. Ég tel ekki, og var ekki að segja, að ein skoðun sé rétthærri annarri. Ég sagði einfaldlega mína skoðun á því hvernig ég teldi að lokamálsmeðferð þessa máls ætti að vera og hvað ég teldi betra en hitt. Ég virði skoðanir annarra hvað varðar þá lokamálsmeðferð sem lögð er fyrir. Ég er henni ekki sammála, á nákvæmlega sama hátt og ég virði ólíkar skoðanir fólks til aðildarviðræðna við Evrópusambandið þó að þar sé ágreiningur á milli minna skoðana og þeirra.

Ég virði skoðanir annarra, frú forseti. Ég er þeim hins vegar ekki endilega sammála.