137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:51]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er með ólíkindum að hv. þingmaður ætlar sér að vinna að því að draga trójuhestinn inn fyrir borgarmúrana, inn fyrir varnir Íslands, sem fulltrúi Vinstri grænna hér á Alþingi. Ég hlýt að spyrja hv. þingmann: Vill hann sjá Ísland inni í Evrópusambandinu eftir einhver 3–4 ár?