137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:51]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Nei, ég vil ekki sjá Ísland þar inni en sé sótt um aðild að Evrópusambandinu og reynt að fara mjög vandlega ofan í þessi mál öll og verði lagður samningur til atkvæðagreiðslu fyrir þjóðina þá er það hin lýðræðislega meðferð. Ég minni á að Norðmenn felldu slíkan samning tvisvar en það var enginn sem talaði um að ekki hefði verið vel unnið af þeim sem fóru yfir samningsferlið (PHB: ... samninginn.) Ég treysti á að Íslendingar gætu fellt hann eins og Norðmenn en það þýðir ekki það að sú vinna sem þarf að leggja fram þurfi ekki að vera vel unnin. Síðan kæmi það þá fyrir þjóðina og hún tæki ákvörðun en ég treysti þjóðinni.