137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:54]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg hárrétt, ég treysti þjóðinni og ég tel að hún ætti sem oftast að fá tækifæri til að tjá skoðun sína á því sem er að gerast. Ég styð ekki aðild að Evrópusambandinu. Það hefur komið fram og er öllum ljóst. Ég mun að sjálfsögðu áfram leggjast gegn því þannig að engin breyting er þar á. En þeim skyldum sem verða lagðar á mig sem ráðherra mun ég standa undir í þeirri vinnu sem Alþingi felur mér.