137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:56]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég treysti því að aðild að Evrópusambandinu nái ekki fram að ganga. Það er mín persónulega skoðun í þeim efnum (Gripið fram í: Tillagan verði felld?) en hins vegar koma þessi mál fyrir þingið og ég hef gert grein fyrir þeim. Ég ítreka að það er ekki minn vilji að Ísland gangi í Evrópusambandið.