137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:58]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef heyrt að það liggi fyrir drög en hef ekki séð þessa skýrslu. Hins vegar hefur verið allmikið fjallað um það, og ég bendi á upplýsingar á vef Bændasamtakanna, hvernig aðrar þjóðir, eins og Norðurlandaþjóðirnar, sem hafa sótt um aðild hafa farið í gegnum aðildarviðræður, hverju þurfti þar til að kosta og hvernig síðan landbúnaður þeirra sem gengu í sambandið hefur breyst eða hopað í kjölfarið. Norðmenn völdu að standa vörð um landbúnaðinn og settu markið mjög hátt, að norskur landbúnaður og fæðuöryggi norsku þjóðarinnar væri sett þar allra efst. Ég hefði viljað að við gerðum það sama varðandi fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar og íslenskan landbúnað.