137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:31]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Já, Pétur Blöndal var að tala um einhver hjálpartæki þarna — hv. þingmaður spyr af hverju Vinstri græn hafi ekki náð meiri árangri með Samfylkinguna í þessu máli. Ég get sagt við hv. þingmann að ég gerði allt sem ég gat. Ég er algjörlega mótfallinn því að vera að ræða þetta mál hér í dag. Ég er algjörlega mótfallinn þessari vegferð sem við erum á. Ég get ekki fullyrt fyrir aðra þingmenn Vinstri grænna eða annarra flokka hér en mér mun ekki líða vel eftir tíu ár ef þetta verður samþykkt.