137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:33]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður spyr hvernig ég geti stutt ríkisstjórn þegar svona tillaga kemur upp. Tillagan er ekki búin að fara hér í gegnum þingið, það er ekki búið að greiða um hana atkvæði og ég mun bara taka þessa ákvörðun innra með mér þegar atkvæðagreiðslu er lokið og gefa hana upp þá.

Varðandi það hver hvíslaði þessu að mér var það lítill fugl með appelsínugulan punkt á enninu.