137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:35]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Já, ég er honum hjartanlega sammála, þetta er stærsta mál sem Alþingi hefur fjallað um frá lýðveldisstofnun og það yrði skelfilegt ef þetta mál færi hér í gegnum þingið. Þess vegna hef ég talið eðlilegt að í þessu máli, sem er stærsta mál sem farið hefur í gegnum þingið frá lýðveldisstofnun, eigi þjóðin ekki einungis að eiga síðasta orðið, hún eigi líka að eiga það fyrsta.