137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:37]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þegar efnahagslífið hrundi hér og meðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var enn starfandi, áður en boðað var til kosninga og þar af leiðandi áður en ég tók sæti hér á Alþingi sagði ég alls staðar þar sem ég kom að nú væri að hefjast barátta um það hvort við ætluðum að halda auðlindum þjóðarinnar eða ekki. Og já, í mínum huga er ekki nokkur vafi á því hvað liggur þarna að baki að hluta til og ég vil bara segja það sem ég sagði áðan að samningsstaða okkar varðandi þetta mál er ekki sterk núna, hún gæti verið töluvert mikið betri en hún er núna.