137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:45]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hefði talið að kosta mætti minna til en 1.000 milljónum til að finna út hvort við getum fengið undanþágur frá þessum helstu grundvallaratriðum. Ég hefði talið að mjög auðveldlega mætti gera þetta fyrir lága upphæð og þar fengjum við nægilega skýra niðurstöðu til að leggja mætti þetta í dóm þjóðarinnar.