137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[22:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágæta yfirferð yfir málið. Hann er þriðji hv. þingmaður Framsóknarflokksins sem fer í ítarlega lýsingu á þessu fræga flokksþingi þeirra og vísar í myndbandsupptökur o.fl., ég ætla ekki að fara nánar út í það, en þeir komu með mjög ítarlegar kröfur og skilyrði eða leiðir eða hvað á að kalla það fyrir aðild að Evrópusambandinu.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann: Ef Evrópusambandið samþykkir öll skilyrði Framsóknarflokksins, vill hv. þingmaður þá sjá Ísland vera aðila að Evrópusambandinu og mun hann greiða því atkvæði?