137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

þingfundur, nefndafundir og upplýsingar varðandi ESB-aðild.

[10:38]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að þessi vinnuskjöl verða kynnt nefndinni í hádeginu samkvæmt þeim upplýsingum sem forseti hefur fengið frá hæstv. utanríkisráðherra. Forseti sér ekkert því til fyrirstöðu að allir þingmenn ættu að geta kynnt sér þau mál sem þar eru til umræðu.