137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

þingfundur, nefndafundir og upplýsingar varðandi ESB-aðild.

[10:40]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill upplýsa um þetta enda gerir hann sér grein fyrir því að margir nýir þingmenn eru hér á þinginu. En það hefur viðgengist þegar þingstörfum fer að ljúka að fastir nefndatímar eru ekki lengur viðhafðir heldur gefnir nefndadagar. Á morgun og á föstudaginn eru nefndadagar. Það er föst venja í þinginu þegar svona stendur á og hafa þingmenn ekki gert athugasemdir við það.