137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[10:58]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Fyrirspurn hv. þm. Péturs Blöndals er fljótsvarað. Forræði okkar Íslendinga yfir íslenskum auðlindum þarf að sjálfsögðu að vera varanlegt, það er engin spurning í mínum huga.

Varðandi það hvort aðild að Evrópusambandinu er alþjóðahyggja eða heimóttarleg stefna, um það getum við deilt en svo mikið er víst að einangrað land norður í Dumbshafi sem hefur slitið tengsl sín við alþjóðasamfélagið er ekki sjálfstætt land.