137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[11:08]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla er sýndarstjórnmál. Það er ákvarðanafælni að vilja leita til þjóðarinnar í svo mikilvægu máli. Það er bara ekki svo í þessu máli, virðulegi forseti — hér erum við að tala um eitt mikilvægasta skref sem Alþingi hefur stigið og tekið ákvörðun um og þjóðin mun stíga og taka ákvörðun um fyrir framtíðina — miðað við ástandið á ríkisstjórnarheimilinu, þegar alveg er ljóst að hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar Samfylkingarinnar vilja koma þessu máli í gegn með bolabrögðum, virðulegi forseti, með því að halda frá þjóðinni og þinginu upplýsingum til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Það eru vinnubrögð þessarar stjórnar og við það verður ekki búið. Þess vegna þurfum við tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er til þess að draga fram í dagsljósið þær upplýsingar sem liggja faldar í embættismannakerfinu, í ráðuneytunum og hjá þessari hæstv. ríkisstjórn.