137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[11:10]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur kærlega fyrir ræðuna. Ég hefði samt áhuga á því að taka aðeins upp spurningu hv. þingmanns Unnar Brár Konráðsdóttur um evruna. Hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir talaði um 7–10 ár og við höfum talað um árin 2016–2019 en í grein sem Jónas Haralz og Gylfi Zoëga skrifuðu virðast þeir hins vegar gera ráð fyrir að við munum notast við krónuna til ársins 2025. Ég hefði áhuga á að heyra frekar um forsendur þingmannsins varðandi þennan árafjölda og hvernig hún sjái fyrir sér að við uppfyllum Maastricht-skilyrðin.