137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[11:11]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Eins og ég sagði áðan er ég ekki mikill spámaður. Ég er að vísa til áætlana sem hagfræðingar hafa látið frá sér varðandi það að þetta geti verið 7–10 ára verkefni. Þetta getur að sjálfsögðu tekið lengri tíma en það getur ekki tekið skemmri tíma hins vegar, held ég. Við ættum ekki að vera með neina spádóma um þetta. Þetta er það sem er í umræðunni en með öflugri og duglegri ríkisstjórn, eins og þeirri sem nú situr, hef ég góða trú á því að hægt verði að grípa til efnahagsráðstafana sem leiða til aukins stöðugleika í efnahagslífinu þannig að þessi markmið fái framgöngu.