137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:13]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Bhr) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil nú ekkert í jafn vel gefnum þingmanni og hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur að kjósa að fara í hártoganir við mann með mitt hárafar. Ég styð einfaldlega þá tillögu sem hefur verið lögð fyrir um aðildarviðræður við Evrópusambandið og þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum þeim viðræðum.