137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:20]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Bhr) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal að reyna að svara þessari spurningu að svo miklu leyti sem ég náði spurningunni. Ég tel að það sé okkur hollt sem þjóð að ræða stór mál, þar á meðal aðild okkar að Evrópusambandinu, sem hv. þm. Bjarni Benediktsson kaus að bæta við að mundi kosta okkur 1.000 milljónir. Ég veit ekki hvað það hefur kostað þjóðina í peningum, en ég veit hvað það hefur kostað þjóðina andlega og í menningarlegu tilliti að þetta mál skuli hafa verið þaggað áratugum saman í stjórnartíð þess flokks sem hv. þingmaður (Forseti hringir.) er núna formaður fyrir.