137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:24]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hin lýðræðislega umræða er komin upp á náð og miskunn hæstv. forseta. Þess vegna biður maður um að fá að taka til máls með mikilli auðmýkt.

Ég vildi bara vekja athygli á því að Seðlabankinn var í morgun hjá okkur sem eigum sæti í fjárlaganefnd og okkur tókst ekki að klára fundinn. Nú hafa komið skilaboð frá formanni nefndarinnar um að við höfum frest til klukkan þrjú til að skila inn skriflegum fyrirspurnum til Seðlabankans sem hann mun þá væntanlega svara. Nú varð mér það á að líta hvorki á sms né tölvupóstinn minn vegna þess að ég var bundinn hér í þingsal og einnig við að undirbúa ræðu. Ég vildi bara beina því til forseta mjög auðmjúklega hvort hún mundi ekki beita sér fyrir því að lengja þennan frest og þá helst til morguns vegna þess að ég held að það sé ljóst að hér verði miklar annir það sem eftir lifir dags.