137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[15:02]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Þetta er athyglisverð yfirlýsing vegna þess að ég les stefnu Framsóknarflokksins þannig að það sé stefna framsóknarmanna að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Eins og gerist og gengur í þingstörfum þegar fluttar eru tillögur eða breytingartillögur að þeim felldum, færi það þannig, þá hefði ég haldið, í ljósi þess trúnaðar sem hlýtur að ríkja á milli þingmanna Framsóknarflokksins og stuðningsmanna og kjósenda flokksins, að framsóknarmenn, hv. þingmenn, ættu ekki annarra kosta völ en að styðja að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu.