137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:16]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég hlýddi grannt á orð forseta og hæstv. forseti sagði, þ.e. tillagan gekk út á það að lengd þingfundar yrði lengur en til klukkan átta í dag. Það þýðir til miðnættis því að eftir miðnætti er kominn annar dagur.