137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:17]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég óska eftir því, og tek undir með hv. þm. Ragnheiði Elínu Árnadóttur, að forseti upplýsi um hvort meiningin sé að fundurinn standi lengur en til miðnættis, einfaldlega vegna þess að þingmenn þurfa þá að koma í horf hjá sér ýmsum skipulagsatriðum þar sem áætlun þingsins var sú að ekki yrði þingfundur fram eftir kvöldi þennan daginn.