137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:12]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skal játa að ég kann ekki skil á þessum peningaupphæðum. Mér vaxa þær nokkuð í augum en sagði áðan að ég teldi að hægt væri að gera þetta fyrir mun minni pening. Það er mín sannfæring að það sé hægt. En eitt get ég sagt hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur: Ég er þegar farinn að hlakka til að taka þátt í slagnum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég hef grun um að við verðum þá í sama liði.