137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:14]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur ekki aflagt sína kosningastefnu. Ég er að segja mjög svipaða hluti í þessum ræðustóli núna og ég gerði í aðdraganda kosninganna í fjölmiðlum, í greinaskrifum og á kosningafundum. Það gerðu aðrir líka. Ég vísaði í málflutning hv. þm. Atla Gíslasonar. (PHB: Samt á að ganga inn.) Hann hefur hvergi hvikað frá sinni skoðun.

Í mínum huga snýst þetta mál fyrst og fremst um lýðræði. Það snýst um lýðræðislega meðhöndlun á þessu stóra álitamáli sem uppi hefur verið í þjóðfélaginu um langt árabil og það snýst líka um lýðræðið innan veggja Alþingis. Það mun koma fram í atkvæðagreiðslu um málið síðar í dag eða í kvöld.