137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:21]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta var það rýrasta svar sem ég hef nokkurn tíma heyrt frá hæstv. ráðherra. Þetta var ekki svar. Þetta voru hártoganir og maðurinn er með hár, ólíkt öðrum þingmanni sem var hérna í dag. Ég hlýt að spyrja hæstv. ráðherra aftur: Finnst ráðherranum forsvaranlegt að henda 1.000 millj. kr. í aðildarumsóknarferli sem ráðherrann ætlar að berjast gegn? Sem sagt: Hann vonast til þess að þessum 1.000 millj. verði varið til einskis þegar skera þarf niður um 4.753 millj. í heilbrigðisráðuneytinu á næsta ári. Ég verð að segja að miðað við málflutninginn og þversagnirnar sem hafa komið fram í máli hæstv. ráðherra og annarra þingmanna Vinstri grænna er eins og Vinstri grænir séu orðnir dótturfélag í Samfylkingunni Group.