137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:23]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka að mér finnst miklu til kostnað og að taka þurfi þessar upphæðir til endurskoðunar. Ýmsir, eins og hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telja meira að segja þessar upphæðir vanreiknaðar. Það er rétt hjá hv. þingmanni. Þetta er komið undir hvaða nálgun við höfum á málin. Ég er þeirrar skoðunar að hægt sé að nálgast þetta og ná okkar markmiðum á ódýrari hátt en hér er gert ráð fyrir. Þetta er álitamál sem þarf að koma til skoðunar.