137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[19:51]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri Blöndal fyrir spurningu hans. Já, örlög mín eru ekki ráðin í þessu máli og ekki þjóðarinnar heldur. Ég ætla kannski ekki að gefa mér það hvað og ef og hvernig mér fyndust málin liggja ef við værum á endanum komin inn í Evrópusambandið. Ég væri auðvitað mjög ósátt við það en það er bara þannig að við þingmenn getum ekki borið ábyrgð á meiru en einu atkvæði. Við getum ekki borið ábyrgð á atkvæðum annarra. Þeir gera það upp við sína samvisku og sannfæringu eins og ég mun gera. En ég tel að við sem erum andsnúin inngöngu í Evrópusambandið eigum að berjast á öllum vígstöðvum til að koma þjóðinni frá þeim örlögum að innlimast í Evrópusambandið.