137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:25]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég lít á það sem hlutverk stjórnmálamanna að vera fulltrúar fólksins og taka þær ákvarðanir sem þeir eru kosnir til. Það er hlutverk okkar og við rækjum það hlutverk best með því að veita málum í lýðræðislegan farveg en ekki með því að skorast undan og vísa frá okkur. Ég lít svo á að hið háa Alþingi geti ekki skorast undan því að leiða samningaviðræður við ESB til lykta og kynna það mál fyrir þjóðinni áður en efnt er til þjóðaratkvæðagreiðslu svo hún hafi um eitthvað að kjósa. Þess vegna lít ég svo á að tillagan um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu sé hvorki í anda lýðræðis né þingræðis og ég segi nei.