137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:27]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Þjóðin á að fá að ákveða hvort haldið skuli í þessa vegferð, hvort 1.000 millj. kr. a.m.k. verði varið til þess að fara í viðræður sem annar stjórnarflokkanna er staðráðinn í að muni ekki enda með samningi eða samningi sem þjóðinni ber að fella. Ég treysti þjóðinni svo sannarlega til að taka þessa ákvörðun og ég tel að þjóðin muni geta tekið þá ákvörðun með opin augu og upplýst um öll þau skilyrði og atriði sem skipta máli. Ég segi já.