137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:50]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér erum við að verða vitni að mikilli nauðgun á lýðræðinu, nauðgun á lýðræðinu af hálfu jafnaðarmannaflokka og vinstri manna hér á Alþingi. [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.) Þetta fólk sem gjarnan hefur komið í ræðustól Alþingis og kennt sig við það að láta þjóðina ráða og að það eigi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu oftar en sjaldnar er nú hér í þingsal að greiða atkvæði gegn því að þjóðin fái að gefa endanlegt svar í þessu máli. Það er búið að hafna því hér að þjóðin eigi fyrsta orðið. En hér er verið að fjalla um það að þjóðin eigi áreiðanlega síðasta orðið í þessu máli. En það eru jafnaðarmannaflokkarnir á Íslandi, það er vinstri stjórnin sem hafnar því. Það er nauðgun á lýðræðinu, virðulegi forseti. Þingmaðurinn segir já.