137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:53]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég vil ekki ganga í Evrópusambandið. (Gripið fram í: Nú?) Ég vil ekki að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. En ef Alþingi skyldi samþykkja tillögu ríkisstjórnarinnar um að sækja um aðild vil ég þó að minnsta kosti hafa þann fyrirvara að menn fari að þeirri stjórnarskrá sem við höfum svarið eið að. En hún segir að ekki megi afsala sér fullveldi þjóðarinnar og sjálfstæði. Þess vegna þarf að breyta stjórnarskránni áður en menn geta sótt um aðild að Evrópusambandinu fyrir utan það að þjóðin getur ekki greitt atkvæði bindandi fyrir Alþingi nema það sé búið að breyta stjórnarskránni. Og ef menn ætla að fara í þá vegferð sem hæstv. ríkisstjórn vill, að láta menn greiða atkvæði, þá bindur það ekki þingmenn því að þeir verða samkvæmt stjórnarskrá, þessari sömu stjórnarskrá og við höfum svarið eið að, að fara bara eftir sannfæringu sinni. Þess vegna er það ekki í rauninni þjóðin sem ræður heldur hið nýja Alþingi (Forseti hringir.) sem verður kosið. Ég segi já.