137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:09]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Hér hefur verið rætt um leikhús og afskræmingu á lýðræðinu. Höfundur að þessu leikhúsi og aðalleikstjóri er formaður Sjálfstæðisflokksins, hv. þm. Bjarni Benediktsson. (BjarnB: Þetta var ekki …) Ég sat hér og hlustaði á 600 ræður um fundarstjórn forseta þar sem var verið að reyna að breyta stjórnarskránni til þess að auka möguleikana á að vera hér með þjóðaratkvæðagreiðslur. (Gripið fram í.) Ég hlustaði á röð af þingmönnum sem töluðu um að þingið ætti að hafa síðasta orðið (Forseti hringir.) og að ég sem forseti væri að vanvirða þingið með því að láta ekki þingið ráða. (Gripið fram í.) Ég hafði barist fyrir því og mun gera það áfram að þjóðin fái að ráða í þessu máli, (Gripið fram í: Gerðu það þá.) en ég ætla ekki að taka þátt í þessu leikhúsi með sjálfstæðismönnunum og segi því nei.