137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:17]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Samfylkingin er Evrópuflokkur því að við teljum okkur eiga menningarlega og efnahagslega samleið með öðrum Evrópuríkjum. Við leggjum þessa ríku áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið nú því að við erum sannfærð um að þessi stefnumótandi ákvörðun um framtíð Íslands muni flýta efnahagslegri endurreisn, lýðræðisumbótum og efla með þjóðinni bjartsýni og trú á framtíðina. Sem einlægur Evrópusinni og samfylkingarkona segi ég já.