137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:19]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Í tillögu meiri hluta utanríkismálanefndar og því nefndaráliti sem fylgir henni er tekið tillit til ályktana framsóknarmanna og þeirrar þingsályktunartillögu sem við fluttum í félagi við annan flokk um undirbúning mögulegrar umsóknar um aðild að ESB á þskj. 54. Tillagan kemur einnig til móts við ákall forustumanna margra mikilvægra hagsmunaaðila í atvinnulífinu. Í tillögu meiri hlutans er tekið tillit til allra þeirra helstu samningsmarkmiða og skilyrða sem framsóknarmenn hafa lagt áherslu á og reyndar meira til. Með samþykkt þessarar tillögu erum við að ákveða að fara í viðræður við ESB, að þeim loknum mun þjóðin sjálf ákveða hvort hún telur hagsmunum sínum betur borgið innan ESB eða utan.

Það ferli sem hér er lagt upp með byggir á málefnalegum grunni og er skynsamlegt. Því segi ég já.