137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:27]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér liggur fyrir þinginu tillaga um að leggja inn umsókn að aðild Íslands að Evrópusambandinu en ekki að hefja aðildarviðræður eins og ég lagði til í þeirri tillögu sem var felld hér áðan. Tillagan sem liggur fyrir er án skilyrða Framsóknarflokksins og veitir hæstv. utanríkisráðherra hömlulaust umboð til viðræðna án þess að setja nokkur einustu skilyrði. Auk þess á stjórnarskráin að njóta vafans í þessu máli eins og hv. þm. Pétur H. Blöndal hefur komið inn á.

Frú forseti. Ég segi nei.