137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:31]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Stuðning minn við þessa tillögu um aðildarviðræður ber ekki að skilja sem stuðning við aðild Íslands að Evrópusambandinu. (Gripið fram í: Nú?) Ég er eindreginn andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB og ég tel ólíklegt að aðildarviðræður muni skila samningi sem getur varið íslenska hagsmuni og auðlindir gagnvart alþjóðlegu auðvaldi og yfirþjóðlegri drottnun þess. Ýmsir telja þó að svo geti orðið og jafnvel að ekki þurfi annað en að senda umsókn til Brussel og þá muni allir okkar efnahagslegu erfiðleikar gufa upp og hverfa. Það eru slík villuljós sem ég tel að muni slokkna við upplýsta umræðu í kjölfar aðildarviðræðna. En ég treysti því líka að upplýst umræða muni verða til þess að þjóðin hafni inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu því að þjóðin á að eiga þar síðasta orðið og að því mun ég vinna í samræmi við sannfæringu mína og í samræmi við stefnu míns flokks, Vinstri grænna. Ég segi já. (Gripið fram í.)