137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:35]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Það er kannski tvennt sem í rauninni hefur mest áhrif á mann á þessum degi, annars vegar er það hin mikla kátína sem greinilega er farin að ná tökum á samfylkingarmönnum í salnum og spunameisturum þeirra í hliðarherbergjum og hins vegar sá mikli þungi sem er í ræðum hv. þingmanna Vinstri grænna. Það er auðvitað svolítið erfitt að fylgjast með þeim þegar þeir koma barðir í ræðustólinn til að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni en segja svo að frá og með deginum í dag munu þeir fara að berjast fyrir sannfæringu sinni. En það er kannski ekki skrýtið eftir að hafa heyrt svipuhöggin dynja á þingmönnum Vinstri grænna undanfarna daga í þinginu. (Gripið fram í.) Maður hefur heyrt handjárnahringlið þegar (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) ríkisstjórnarflokkarnir hafa verið að reyna að tryggja (Gripið fram í.) sér framhaldslíf (Forseti hringir.) með því að pína nógu marga þingmenn Vinstri grænna (Forseti hringir.) til þess að greiða atkvæði með ríkisstjórninni, (Forseti hringir.) til þess (Gripið fram í.) að koma þessu (Forseti hringir.) máli í gegn sem ekki á (Forseti hringir.) meiri hluta (Forseti hringir.) í þinginu. (Gripið fram í: ... atkvæði.) Ég segi nei.

(Forseti (ÁRJ): Þingmaðurinn segir?) (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Hann var bara að segja frá lífsreynslu sinni.) [Háreysti í þingsal.] (Gripið fram í.) (Forseti hringir.)