137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:58]
Horfa

menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Birgir Ármannsson talaði um svipuhögg og flengingar. Kannski er slíkt hluti af hans reynsluheimi. Ég stend hér keik. Þetta mál, umræðan um samskipti Íslands og Evrópusambandsins hefur verið til umræðu svo lengi sem ég man eftir mér, löngu áður en ég byrjaði í pólitík. Ég hef mótað mér mína afstöðu. Sem alþjóðasinni er ég krítísk á Evrópusambandið og ég tel hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. En ég segi líka: Það er tími til kominn að þjóðin fái tækifæri til þess að taka upplýsta ákvörðun um málið. (Gripið fram í.) Þess vegna styð ég það að þessu máli, þeim drögum að niðurstöðu sem munu liggja fyrir verði vísað til þjóðarinnar og henni verði gefinn kostur á slíku. Ég segi já.