137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

gerð Icesave-samningsins.

[10:43]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Íslenska ríkisstjórnin hefur ekki gefið Alþjóðagjaldeyrissjóðnum nein fyrirheit um nokkra tímasetningu á því hvenær Icesave-samningurinn yrði afgreiddur á þingi enda hefur ríkisstjórnin engin tök á málinu. Það er Alþingi fyrst og fremst sem er í forsvari með þetta mál og á að afgreiða það. Ef það tekur lengri tíma en til 3. ágúst sem er sá tími sem var áformað að þetta yrði tekið fyrir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verður bara að hafa það. Þetta er það stórt mál að ég tel alveg eðlilegt að ef það þarf meiri tíma verður svo að vera og þá verðum við bara að sjá hver áhrifin af þessu verða. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

Íslenska ríkisstjórnin hefur aldrei sagt og ekki einu sinni leitt hugann að því að einhver tengsl séu á milli þess að við göngum í Evrópusambandið og afgreiðslu á þessum Icesave-samningi. Ég geri mér hins vegar ljóst að sum lönd gera það, eins og kom fram í gær að því er varðar hollenska utanríkisráðherrann. (Forseti hringir.) Kannski gera það einhver fleiri lönd en íslenska ríkisstjórnin gerir það ekki og utanríkisráðuneytið kom því rækilega til skila í gær (Forseti hringir.) opinberlega að það væru engin tengsl þar á milli.