137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

atkvæðagreiðsla um ESB, nefndastörf o.fl.

[11:08]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil bara mælast til þess að forseti fari yfir það með formönnum þingflokka hvar er best að koma skilaboðum áleiðis. Ég verð að viðurkenna að þegar ég hlustaði þá þrjá á hv. þingmenn sem nú hafa talað þá sé ég ekki annan vettvang fyrir þá til að koma skilaboðum sem þessum áleiðis nema undir þessum lið hér. Ég hvet virðulegan forseta (Forseti hringir.) til að beita sér í þessum málum. Virðulegur forseti er okkar forseti. Hann er forseti okkar allra þingmanna, við treystum virðulegum forseta til þess að halda stjórn á þinginu og ég held að við þurfum (Forseti hringir.) að fá það þá algerlega á hreint hvar það er (Forseti hringir.) sem …

(Forseti (ÁRJ): Forseti vill benda hv. þingmanni á það að þegar forseti slær í bjöllu ber þingmanni að þagna. Forseti …) [Hlátur í þingsal.]

Hversu lengi, virðulegur forseti?

(Forseti (ÁRJ): Þangað til að — forseti vill benda hv. þingmanni á að honum ber að ræða fundarstjórn forseta undir þessum lið, og það var hv. þingmaður ekki að gera.)

Ja, virðulegur forseti, nú vil ég ræða fundarstjórn forseta. Ef það er svo … (Forseti hringir.) (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Tíminn er liðinn.)