137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

umræður um fundarstjórn.

[11:36]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Við ræðum fundarstjórn forseta eins og við höfum margoft gert áður á þessu sumarþingi. Það hefur margoft komið fyrir, því miður, að hv. þingmenn hafa komið hingað upp til að ræða fundarstjórn forseta og hafa orðið frá að hverfa vegna þess að hæstv. forseti hefur talið að þeir væru ekki að tala um fundarstjórn. Þess vegna tel ég fulla ástæðu til að reyna að ná samkomulagi og skýra hvernig þetta verður túlkað. Ég er einn af varaforsetum Alþingis og átta mig ekki á því, frekar en margir aðrir þingmenn miðað umræðurnar. Nú sitja 27 nýir þingmenn á þingi og ég get ekki séð mun á nýjum þingmönnum eða þingmönnum með reynslu sem koma upp til að ræða fundarstjórn. Jafnt er komið á með þeim og þeir virðast ekki vera sammála um hvað fellur undir fundarstjórn forseta. Ég tek undir með hv. þm. Birgi Ármannssyni um hvort það sé rétt að fresta fundi enn frekar.