137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

Umræðuefni í fundarstjórnarumræðu.

[14:01]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Fyrr í dag skildum við við umræðu um fundarstjórn forseta í nokkurri óvissu um það hvernig framhald yrði á umræðum um þá mismunandi túlkun sem fyrir liggur og greinilega kom fram í morgun á heimildum þingmanna til að taka til máls undir þessum dagskrárlið. Ég vil bara inna hæstv. forseta eftir því hvort einhver lína sé komin í það. Það bárust óljósar fregnir af því að hæstv. forseti Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir ætlaði að ræða við formenn þingflokka eitthvað frekar. Álitamálin eru engu að síður fyrir hendi og órædd í þinginu þannig að ég er að velta fyrir mér hvort hæstv. forseti geti upplýst eitthvað um þetta.